Reykjavíkurmeistaramót 11-14 ára var haldið í Laugardalshöll dagana 28.-29. apríl. Þar kepptu iðkendur úr öllum félögum í Reykjavík og Ármenningar mættu sterkir til leiks. Keppt var í fimmtarþraut og margir Ármenningar komust á verðlaunapall í stigakeppninni á meðan ennþá fleiri bættu persónulegan árangur í einni eða fleiri greinum.

Í flokki 11 ára pilta náði Vincent Alexander Slezak 2. sæti í stigakeppninni og hann bætti sig í öllum greinum nema hástökki. Í flokki 11 ára stúlkna var Birgitta Steinunn Arnórsdóttir í 1. sæti í stigakeppninni og Lóa Mercado Guðrúnardóttir í 3. sæti. Í flokki 12 ára pilta var Helgi Björnsson í 1. sæti í stigakeppninni og í öllum greinum en Jökull Hauksson var í 2. sæti í stigakeppninni og bætti sig í öllum greinum nema 60m hlaupi. Hjá stúlkum 12 ára var Ragna Tryggvadóttir í 2. sæti í stigakeppninni og Inga Þóra Gylfadóttir í 3. sæti. Í þessum flokki ber líka að nefna Guðrúnu Lind Garðarsdóttur sem tók 1. sætið í hástökki og bætti sig þegar hún stökk 1,40m. Í flokki 13 ára pilta varð Halldór Kossi Ange Tryggvason í 1. sæti í stigakeppninni og í flokki 14 ára stúlkna deildi Herdís Askja Hermannsdóttir 2. sætinu. Í þeim flokki ber líka að nefna Sigrúnu Lind Garðarsdóttur sem vann hástökkskeppnina og setti nýtt persónulegt met þegar hún stökk 1,46m.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með