Íþróttarúta Ármanns og Þróttar

Ármann og Þróttur bjóða upp á rútuferðir frá fristundaheimilunum í hverfinu eins og undanfarin ár. Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 29.ágúst. Við viljum biðja ykkur um að lesa eftirfarandi reglur vel ef þið ætlið að nýta ykkur þjónustuna, það er mjög mikilvægt að eftirfarandi upplýsingar séu á hreinu. Um er að ræða þjónustu fyrir 6-9 ára börn 1.-4.bekk. Börnunum er ekki ekið til baka í frístundaheimlin og því þurfa foreldrar að sækja þau á æfingasvæðið að æfingu lokinni.
 
Nýskráning í rútuna þarf að berast í síðasta lagi fyrir klukkan 10:00 mánudaginn 5. sempember til þess að barnið geti byrjað að fara með rútunni í vikunni 5. til 9. september. 
Þegar barnið hefur verið skráð þá gildir sú skráning allt árið. Þetta á svo við um skráningar í rútuna hér eftir, skráning þarf að berast í síðasta lagi fyrir klukkan 10:00 á mánudeginum áður en ferðir eiga að hefjast. Vinsamlegast óskið ekki eftir undantekningu á þessari reglu. Þessi vinnuregla hefur verið tekin upp með öryggi barnanna að leiðarljósi. 

Afskráningar í rútuna og breytingar þurfa að berast í tölvupósti til íþróttafulltrúa félaganna, eidur@armenningar.is og hallur@trottur.is 

Mjög mikilvægt er að láta starfsfólk frístundaheimilanna vita ef barn sleppir æfingu, þetta er hægt að gera með því að hringja eða senda tölvupóst á frístundaheimilið. Ef um stuttan fyrirvara er að ræða, hringið þá frekar. Athugið: EKKI er nóg að senda barnið með þessar upplýsingar.
Athugið að allar breytingar þurfa að berast til íþróttafulltrúa félaganna frá foreldrum varðandi rútuferðir almennt, ef um einstaka forföll er að ræða, þá þarf að tilkynna það til frístundaheimilis. Ef breytingar eru á æfingatíma barna, þau færast á milli hópa eða æfingatími hópsins breytist, þá þarf að tilkynna það í fyrrgreind netföng, það gerist ekki sjálfkrafa. 

Ef barn byrjar að æfa nýja íþrótt og fer með íþróttarútunni, er mjög æskilegt að foreldri verði búið að fylgja barninu a.m.k. einu sinni áður, jafnvel oftar hjá yngstu börnunum, áður en farið er með rútunni. Brýnið fyrir börnunum hvert þau eiga að fara í klefa og þ.h. Að lokum vonumst við eftir áframhaldandi góðu samstarfi og bendum ykkur á að koma með athugasemdir til íþróttafulltrúa félaganna ekki starfsmanna frístundaheimilis.


Skráning fer fram á: www.sportabler.com/shop/armann 


Afskráningar í rútuna og breytingar þurfa að berast í tölvupósti til íþróttafulltrúa félaganna, eidur@armenningar.is og trottur@trottur.is 

Íþróttarútan byrjar að ganga mánudaginn 5. september  samkvæmt eftirfarandi skipulagi:
Rútan gengur mánudaga - föstudaga. Á föstudögum er bara fyrri ferð í boði !
Haustönn:5.september-16.desember
Vorönn: 3.janúar- 26.maí
 
Fyrri ferð
Brottför frá Vogaseli 14:25
Brottför frá Glaðheimum 14:30
Brottför frá Dalheimum kl 14:35
Brottför frá Laugarseli 14:45
 
Seinni ferð
Brottför frá Vogaseli 15:20
Brottför frá Glaðheimum 15:30
Brottför frá Dalheimum kl 15:40
Brottför frá Laugarseli 15:40

Gjaldskrá:
1x viku: 10.000 krónur.
2x viku: 20.000 krónur.
3x eða oftar 30.000 krónur
Fjórar ferðir eða fleiri eru fríar en senda þarf póst á eidur@armenningar.is eða trottur@trottur.is  til að skrá fleiri ferðir en þrjár.

F.h. Ármanns
Eiður Ottó Bjarnason eidur@armenningar.is 
 
F.h. Þróttar
Hallur Hallsson hallur@trottur.is 

Upplýsingar

Dagskrá
Íþróttarútan byrjar að ganga mánudaginn 5. september  samkvæmt eftirfarandi skipulagi:
Rútan gengur mánudaga - föstudaga. Á föstudögum er bara fyrri ferð í boði !
Haustönn: 5.september-16.desember
Vorönn: 3.janúar- 26.maí
 
Fyrri ferð
Brottför frá Vogaseli 14:25
Brottför frá Glaðheimum 14:30
Brottför frá Dalheimum kl 14:35
Brottför frá Laugarseli 14:45
 
Seinni ferð
Brottför frá Vogaseli 15:20
Brottför frá Glaðheimum 15:30
Brottför frá Dalheimum kl 15:40
Brottför frá Laugarseli 15:40

Rútustopp:
Frjálsíþróttahöll
Bílaplan Ármanns og Þróttar
Laugardalslaug

Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með