
Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
Það var háspenna í Laugardalshöllinni í kvöld þegar Ármann fékk Breiðablik í heimsókn í fyrsta leik liðanna í 4 liða úrslitum 1. deildar karla.
Blikar voru vel undirbúnir og léku frábærlega í kvöld. Þeir höfðu yfirhöndina framan af og leiddu fram í fjórða leikhluta. Ármenningar gáfust þó aldrei upp og náðu að minnka muninn þegar leið á leikinn. Fjórði leikhluti var svo æsispennandi og endaði með frábærri flautukörfu frá Adama Darboe.
Lokatölur 114-112 og Ármann leiðir einvígið því 1-0.
Adama var frábær í leiknum. Skoraði 21 stig, sendi 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Blikar áttu boltann og tóku leikhlé þegar um 12 sekúndur voru eftir. Maalik Cartwright, sem var kominn með 19 stig og 8 stoðsendingar keyrði á körfuna en Adama náði að stíga fyrir og taka ruðning.
Ármann tók leikhlé með 4,4 sekúndur á klukkunni. Adama tók boltann inn, fékk hann aftur og keyrði að körfunni. Hann setti boltann spjaldið ofan í og skildi bara 0,1 sekúndu eftir svo að Blikar áttu ekki séns á að skora.
Ótrúlega sætur sigur fyrir Ármenninga sem léku frábærlega á lokakaflanum og settu mörg stór skot eftir að hafa verið undir mestan hluta leiksins.
Leikur 2 verður á laugardaginn í Smáranum klukkan 16:00.
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951