Unglingameistaramót Íslands í alpagreinum fór fram í Hlíðarfjalli á Akureyri helgina 11.-14. apríl

Mótshald var hið glæsilegasta og var sett við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju.

Föstudaginn 12.apríl var keppt í svigi við mjög erfiðar aðstæður sem tóku á bæði keppendur og allt starfsfólkið sem hafði ekki við að moka og skafa snjó úr brautunum. Dagurinn var langur en keppendur létu það ekki á sig fá enda grjótharðir krakkar hér á ferð. 

No description available.

 

Eftirfarandi Ármenningar lentu í verðlaunasætum í svigi

Stúlkur 12-13 ára (30 keppendur)

1.sæti Karítas Sigurðardóttir 

5.sæti Hrefna Líf Steinsdóttir 

Drengir 12-13 ára (25 keppendur)

 3. sæti Óliver Helgi Gíslason 

Stúlkur 14-15 ára stúlkur (32 keppendur)

  5. sæti Hulda Arnarsdóttir 

Drengir 14-15 ára (15 keppendur)

1.sæti Alex Bjarki Þórisson 

No description available.

Á laugardeginum lét sólin sjá sig þegar keppt var í stórsvigi. Það var afar spennandi keppni í öllum flokkum. 

Eftirfarandi Ármenningar lentu í verðlaunasætum í stórsvigi

Stúlkur 12-13 ára  (30 keppendur)

1.sæti Karitas Sigurðardóttir 

Drengir 12-13 ára (24 keppendur)

3.sæti Haraldur Jóhannsson 

Stúlkur 14-15 ára (32 keppendur)

4.sæti Ásta Kristín Þórðardóttir

5.sæti Hulda Arnarsdóttir

Síðar um daginn fór svo fram glæsileg verðlaunaafhending þar sem veitt voru verðlaun fyrir alpatvíkeppni, bikarmeistara SKÍ og bikarmeistari félaga

No description available.

 

Verðlaunasæti í alpatvíkeppni:

Stúlkur 12-13 ára:

1.sæti Karítas Sigurðardóttir 

Drengir 12-13 ára:

3.sæti Óliver Helgi Gíslason

Stúlkur 14-15 ára:

3.sæti Hulda Arnarsdóttir

Drengir 14-15 ára

2.sæti Alex Bjarki Þórisson - Ármann

3.sæti Hrafnkell Gauti Brjánsson - Ármann

 

Verðlaunasæti fyrir bikarmeistara SKI:

Stúlkur 12-13 ára:

2.sæti Karítas Sigurðardóttir 

Drengir 12-13 ára:

3.sæti Óliver Helgi Gíslason

Stúlkur 14-15 ára:

3.sæti Ásta Kristín Þórðardóttir

Drengir 14-15 ára

2.sæti Alex Bjarki Þórisson - Ármann

 

Skíðadeild Ármanns hreppti titilinn bikarmeistari félgaga. Til hamingju öll sem eitt fyrir stórglæsilegan árangur.  

No description available.

Á sunnudeginum var einnig sama blíðan og á laugardeginum og þá var keppt í samhliðasvigi í öllum flokkum. Mikil stemning var í fjallinu og margir að horfa á afar skemmtilega og en harða keppni.

Stúlkur 12-13 ára:

1.sæti Karítas Sigurðardóttir 

Drengir 12-13 ára:

2. Haraldur Jóhannsson

Stúlkur 14-15 ára:

4.sæti Linda Mjöll Guðmundsdóttir

Drengir 14-15 ára

2.sæti Alex Bjarki Þórisson - Ármann

Glímufélag Ármanns óskar iðkendum skíðadeildar Ármanns til hamingju með frábæran árangur

Frekar um úrslitin má finna á heimasíðu Skíðasambands Íslands

https://mot.ski.is/vidburdur/361

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með